Ég sá áðan að einhver maður sem ég man ekki hvað heitir var að tala um að maður gæti sparað gífurlegar fjárhæðir með því að hafa alltaf jafnháa greiðslubyrði, þ.e. ef maður klárar eitt lán þá byrjar maður að borga meira af einhverju örðu í staðinn. Hann var með eitthvað forrit sem hann notaði og í lokinn benti hann á einhverja heimasíðu sem ég náði ekki. Veit einhver hvaða heimasíðu hann var að tala um?
Mér heyrðist hann segja spar.is en ég finn þetta ekki þar.