Þetta er augljós viðurkenning á því að hagstjórnin hefur mistekist,
11.5% stýrivextir á móti nokkrum prósenta vöxtum í nágrannaríkjunum,(sjá Libor töflu).
Þetta segir sína sögu. Og vextirnir gætu farið í 16-17% segja þeir !
En hvað getur SÍ svosem að þessu gert.

Á meðan hann hefur verið að hækka vexti hafa bankarnir haldið áfram að
niðurgreiða húsnæðisvexti sína í þeim tilgangi að bola íbúðalánasjóði út.
Þetta hefur eðlilega leitt til verðbólu á húsum sem aftur hækkar verðbólguna..
Fyrir utan það að láta krónuna fljóta á mörkuðum sem er klárlega glapræði
fyrir örmynt eins og krónuna, skítlétt að velta henni fram og til baka
og fólkið borgar síðan fyrir þetta með verðtryggingunni.

Nær væri að bankarnir taki sér tak og hætti þessum niðurgreiðslum í
sérhagsmunatilgangi,eða eiga vextirnir að enda í 16% af því þeir berjast
á móti SÍ ?



Seðlabanki Íslands hækkar vexti
fimmtudagur - 30.3.2006

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur frá og með 4. apríl n.k. í 11,5%. Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir um 0,75 prósentur frá 1. apríl n.k. … Nánar