Sæl verið þið!
Mig vantar smá upplýsingar varðandi sölu á fasteignum.
Nú keypti ég mér fasteign síðasta sumar á 6,4 milljónir og geri fastlega ráð fyrir að geta selt hana nú á 10-11 milljónir lágmark.
Þar af leiðandi ætti ég að eiga u.þ.b. 3-4 milljónir í hreinan gróða að sölunni lokinni. En í dag var mér sagt að ég þyrfti að borga skatt af þeirri upphæð þar sem ég hef ekki í hyggju að kaupa aðra íbúð í bráð þar sem ég stefni að því að komast í háskólagarða að sumrinu loknu.
Mín spurning er hins vegar þessi: hversu hátt hlutfall tekna af sölu fasteignar er greitt til ríkisins og hversu langan tíma hefur maður til að kaupa aðra fasteign án þess að þurfa að greiða skatt af henni?
Blezz sagði blob