Ég er búin að missa allt álit á KBbanka sem var nú reyndar mjög lítið áður.

Ég var með yfirdrátt sem ég hafði verið með í soldinn tíma og hann var að renna út, svo ég hringi í KBbanka og bið um framlengingu. Manneskjan sem ég talaði við sagði að það væri ekkert mál. Svo fæ ég útborgað og ætla að fara að borga með kortinu þá er ekki heimild. Ég hringdi í KBbanka og spurði hvort þau hefðu ekki örugglega framlengt yfirdráttinum en það kom í ljós að þau höfðu ekkert gert það og heimildin var alveg dottin niður, svo ég spyr hvort þau geti ekki kippt þessu í lag en nei ég þurfti að fara alla leið í bankann og sækja um yfirdráttinn alveg aftur og fá ábyrgðarmenn og allt saman.


Svo var það einu sinni sem ég var ekki með “síhringikort” svo það var alltaf að fara yfir á kortinu og ég þurfti að borga mörg hundruð krónur vegna þess að ég vissi ekki hvenær ég var komin á núllið. Ég fer í bankann og spyr hvort þau geti ekki gert neitt í þessu þá kennir KBbanki bara búðunum um og segir að þetta sé vegna þess að ég væri ekki með síhringikort og búðirnar væru ekki með pósana tengda.. Svo ég bið um síhringikort og þegar ég var búin að vera með það í soldinn tíma fer aftur yfir á kortinu og ég fer aftur í KBbanka og þá kemur í ljós að þau hefðu “gleymt” að segja mér að þetta væri ekki síhringikort. Ég þurfti enn eina ferðina að sækja um nýtt kort.