Hlutabréf Hlutabréf er eitt sem ég ætla aldrei að fjárfesta í , allaveganna nú á dögum þar sem hlutabréfa markaðurinn stendur ekki sem best. Ég er alveg ákveðinn í þessu þar sem ég er nýbúinn að prófa verðbréfaleik á Ameritrade.com þar sem maður fær 50000 platdollara sem maður getur fjárfest í hlutabréfum og selt þau hvenar sem er eða þegar markaðurinn er opinn. Ég hef tekið eftir því að það er mjög erfitt að græða á þessum bréfum þar sem markaðurinn er svo óstöðugur. Ég byrjaði að kaupa einhvern hlut í Decode og hugsaði með mér að bréfið var svo ódýrt að ég bið bara eftir því að það hækkar og svo sel ég það strax. En önnur var niðurstaðan og hefur það bara lækkað u síðan ég keypti það og er ég kominn í 5000$ mínus frá því að ég byrjaði. Pælið í því ef að þetta væri alvöru peningar.