Hvað er Páll að spá? Páll Pétursson félagsmálaráðherra hlýtur aðvera búinn að tapa glórunni. Hann er að halda því fram að leiga á íbúðum í Reykjavík sé mun lægri en fólk er að láta uppi. Reyndar eru félagsbústaðir inní þessum tölum sem Páll er með en skrítnar eru þær samt.
Þessar tölur sem Páll er að láta uppi (um 35000 kr fyrir tveggja herb. íbúð) eru til að mynda lægri en Byggingarfélag Námsmanna er að rukka fyrir sínar tveggja herbergja íbúðir, og það er setið um þessar íbúðir hjá BN vegna þess að þær telja vera hagkvæmur kostur fyrir námsmenn.
Er Páll að reyna að tala leiguverð niður? Það er enginn önnur skýring sem ég hef á þessum ummælum hátvirts ráðherra.

Hvað finnst ykkur?

Xavie