Dýrt að búa hér.
Ef að fólk pælir ekki í að flytja frá þessu landi út af veðrinu þá er það út af dýru verði á næstum því öllu á þessu dýra landi.

Það mætti segja að það er dýrt að búa á þessu landi, hvort sem ert ríkur eða fátækur. Það er allt dýrt hérna á landi hvort sem það er bensín, matur, eða fatnaður.
Til að dæmi sé tekið kostar 95 oktana bensín 97 kr hér á landi en 31 kr í bandaríkjunum og ísland er með þriðja dýrasta bensín í öllum heiminum sá ég í mogganum um daginn og við erum með dýrasta Big Mac í öllum heiminum.

Engin furða að allir Íslendingar sem fara til útlanda , smitast af kaupæði og eiða tugþúsundum króna í einhverja vitleysu , bara af því að það er svo ódýrt.

En hinsvegar er það nokkrir kostir við að búa hér á landi uppá peninga að gera og það er hiti, vatn og rafmagn sem er eiginlega ekki neitt.
Ég vona að það verði gerðar einhverjar verulegar breytingar á þessu landi uppá verðlag að gera í framtíðinni.