Sparnaður Hver hefur ekki gaman af því að spara peningana sína, leggja þá á bók eða fjárfesta þá í hlutabréfum.

Ég átti einhvern aukapening sem ég hafði safnað síðan ég var smá polli og langaði rosalega að leggja þá á einhvern reikning sem hafði háa vexti án þess að binda peningana í einhver ár eða lengri tíma.

Ég byrjaði hjá bönkunum, chekkaði alla mögulega vexti þar og fór síðan út í netreikningana. Þar fann ég mjög góðan reikning hjá S24 og lagði hann inn þar með tæpa 10% vexti sem var alveg nóg fyrir mig á þeim tíma.


En síðan fann ég enn betri netreikning hjá spron með 11,7% vexti óbundna sem var alveg frábært fyrir mig en þar var lágmarkið 250 þús krónur og eitthvað aldurtakmark en eg setti það bara á pabba nafn og stofnaði síðan þennan reikning hjá spron.

En nú eru vextir alltaf að lækka í landinu allstaðar og eru þessir 11,7 % vextir komnir í 9,5 %
Ekki var ég mjög ánægður með það og er nú að leita að einhverjum reikningi sem getur boðið betra en það þótt að ég þarf að binda þá í einhver ár.

P.S ef þú veist um einhvern reikning með hærri vexti endilega benntu mér á hann.

Goat