Ok ég á í smá vanda og datt í hug að það væri kannski hægt að fá smá ráð hérna. Við vorum að fá tryggingarbætur uppá tæpar 5 mill ísl. krónur og vantar að gera einhvað sniðugt við það. Hvernig er best að ávaxta svona pening ? Við þurfum að geyma þetta í 1 - 2 ár á góðri ávöxtun en verður að vera tryggt að við töpum þessu ekki. Það er mjög erfitt fyrir fólk sem alltaf hefur þurft að berjast í bökkum til að ná endum saman og til að hafa oní sína og á að fá allt í einu svona mikinn pening. Ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að peningar eru ekki böl fyrr en þú eignast þá :)

En allavega spurningin er hvernig er best að ávaxta peningana ?