Það kom sem svar við nýlegri grein, frá einum notanda hér á Huga að Íslendingar væru eina þjóðin í heiminum sem mætti ekki fá greitt frá erlendum aðilum í sínum eigin gjaldmiðli, s.s. erlent fyrirtæki má ekki greiða fyrir íslenskar vörur með íslenskum krónum.

Þetta eru afleiðingar „þéttingarinnar“ á lekanum sem var á gjaldeyrishöftunum.

Í kjölfarið fór ég að pæla hvað þessi gjaldeyrishöft eiga að verja okkur fyrir.

Eftir að hafa lesið yfir hvað má og hvað má ekki á vef Seðlabankans var ég engu nær, erlendir aðilar mega ekki taka út krónurnar sínar en þeir geta fengið vexti og verðbætur greiddar… bla bla bla…

Mér fannst allt í einu eins og hvert land væri í raun og veru einn banki og það væri bara búið að loka „Íslendingabankanum“. Íslendingarnir mættu einfaldlega ekki versla við útlenska banka því Íslendingarnir verða að virða skilsskilduna = koma með allan gjaldeyrinn heim, gjaldeyririnn má fara inn á gjaldeyrisreikning hér heima en það einfaldlelga má ekki eiga peningin í útlenskum banka, why?

Það er virkilega eins og það sé verið að safna aleigu Íslendinga saman og svo verður settur verðmiði á okkur eftir að einhver, líklega AGS verðmetur okkur. Hvað ætli verið sé pr. Fermetra?

En þetta var bara svona tilfinning semég fékk, hef ekkert fyrir mér í þessu. Ég veit líka ums vo marga sem eru að böglast í að koma peningum út til að skipta á hagstæðara gengi yfir í krónur, nota allar þær krónur til að fá meiri gjaldeyri og svo koma því út og skipta í enn meiri gjaldeyri o.s.frv. o.s.frv.

Það er engin leið að framfylgja þessari skilaskildu.

p.s. það er líka „bannað“ að koma með krónur inn í landið, hvað er málið með það?

Ef einhver Hugari hérna er með þessi gjaldeyrishafta-mál nokkurnvegin á hreinu þá má sá hinn sami endilega skjóta inn grein.

Þessi nossari í SB er farinn að valda mér áhyggjum og hvað þá aðgerðir guttana sem voru þar á undan…