Að bjóða fólki greiðsluaðlögun er nánast það sama. Það er engin lausn og þetta er valkostur sem kostar einfaldlega þá sem velja hann meiri pening.
Það er raunin að tími lána skiptir gríðarlega miklu máli, það er virkilega dýrt að lengja lán, hvað þá að hækka þá upphæð sem ber vexti og lengja í láninu.
Um 40 ára húsnæðislán með 4,15% vöxtum:
### Ef verðbólga er 0% allan tímann þá borgar maður rúmar tvær milljónir til baka fyrir hverja milljón sem maður tók að láni.

### Ef verð bólga er 2% allan tímann þá borgar maður 2,7 milljónir til baka pr. Milljón

### Ef verðbólgan er 4% allan tímann þá borgar maður 3,4 milljónir til baka pr. Milljón

### Ef verðbólgan er 6% allan tímann þá borgar maður 4,1 milljónir til baka pr. Milljón

### Við 8% verðbólgu þarf að greiða 4,9 til baka pr. milljón tekna í lán.

Afborganirnar eru þó nokkuð spes. Vegna vaxtavaxta þá hækkar afborgun á mánuði um 1.334 kr. þegar verðbólga vex úr 0 – 2%, afborgunin hækkar svo um 1.459 kr. á mánuði þegar verðbólga vex úr 2 – 4%, 1.543 kr./mán þegar verðbólga vex úr 4 – 6% og svo 1.597 kr./mán þegar verðbólga vex úr 6 – 8%.

Samtals hækkar afborgun því úr 4.273 kr/mán í að vera 10.206 kr/mán ef verðbólga vex úr 0 – 8%.

Ef fólk ætlar að greiða mánaðarlega t.d. upphæð m.v. 4 % verðbólgu = 7.066 kr/mán pr. Milljón en greiða þá upphæð sem lán m.v. 8% verðbólgu endar í þá þarf 693 gjalddaga í stað 480 = tæp 18 ár til viðbótar og þá er ekki gert ráð fyrir að frekari vextir bætist við.
Ef fólk velur þessa greiðsluaðlögun þá bið ég það innilega um að hugsa sig um hvað það er að gera.

Ef fólk á ekki fyrir skuldunum sínum vegna atvinnuleysis eða annara tímabundinna vandræða þá er þetta tímabundin lausn sem gæti gagnast þeim til að brá bilið.

En ef fólk er í fullri vinnu og er rétt að meika að ná endum saman þá mun þessi lausn veita þér nokkra góða mánuði en koma þér um koll seinna.

Það er talað um að 1/3 af ævilaunum fólks fari í að greiða fyrir húsnæði, 1/3 fari í að greiða fyrir föt, mat og aðrar nauðsynjar.

1/3 er svo fyrir allt annað, bíla, samgöngur, skemmtanir, afþreyingu o.s.frv.

Það er rosalega súrt.

Ef þú ert með 6 milljónir á ári í 45 +ár þá eru það 270 milljónir, eftir skatta og gjöld um 162.

Af 162 eiga því 54 að fara í húsnæði, 54 í mat og 54 í allt annað. (við reiknum þetta allt á núvirði)

Ef að þú sérð fram á að þurfa að greiða t.d. af 20 milljón króna húsi, sem stefnir í að kosta þig m.v. 4% verðbólgu allan tímann = 67,8 milljónir þá mundi ég reyna að þrauka…

Ef þú ert með 30 milljónir á bakinu = 101,8 af áætluðum ævitekjum 162 þá þarftu að fórna virkilega miklu af fötum, mat, bílum og öllu öðru til að mögulega, hugsanlega eiganst húsið einhverntíman.


Ég vil samt benda á að ég er að reikna þessi lán með lítilli excel formúlu sem gefur ekki bestu lausnina, langt í frá – en er samt óþægilega nærri lagi.