Staðan eins og hún er í dag er erfið. Það er engum blöðum um það að fletta.

Fjölmargar fjölskyldur berjast nú í bökkum við fjármálin og reyna að halda sjó á meðan það versta ríður yfir. Það eru hins vegar til fjöldamörg ráð til þess að skera niður og herða sultarólina.

Það er nauðsynlegt er að gera:

- Fara yfir allan kostnað heimilisins
- Skoða útgjöld og neyslugjöld
- Búa til matarinnkaupalista og lækka þannig allan kostnað sem fer í að versla hjá 10-11 og slíkum há-vöru-verðsverslunum (úff langt orð…)

Það er ekki á allra færi að setja fjármálin einfalt upp og margir gætu þurft hjálp við slíkt.

Það er nokkur fyrirtæki sem bjóða upp á ráðgjöf og aðstoð við uppsetningu fjármálanna.


www.fjarvit.is er fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf til yngri einstaklinga og fjölskyldna. Þeir aðstoða við uppsetningu fjármálanna og fylgja fjölskyldum í gegnum erfiðasta hjallinn. Hægt er að nálgast allar þeirra upplýsingar á vefsíðunni.

Leiðin til velgengni býður námskeið og almenna ráðgjöf samhliða námskeiðum sínum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um þá í gegnum sveitarfélögin.

GH ráðgjöf býður einnig svipaða ráðgjöf og www.fjarvit.is. GH eru þó meira í almennri ráðgjöf varðandi nauðungarsölu, fjárnám og annað slíkt, enda lögfræðingar bæði tvö sem þarf starfa. Upplýsingar hjá ja.is eða símaskrá.


Það er um að gera að fylgjast vel með sínu. Það ríður á að allir taki höndum saman og standi þetta af sér.