Ég hef verið mjög svo að vesenast í bönkum undafarna daga, og eftir því sem ég kynnist bankastarfseminni betur þá hef ég komist að því að ekki er hægt að finna (allavega ekki þar sem ég hef leitað) um reglur sem bankar þurfa að fara eftir þegar það er verið að gera viðskipti við einstaklinga.

Ber bankinn engin skilda til viðskiptavina sinn, eru engar siðferðislegar reglur eða neitt fest niður sem segir hvað bankinn má og má ekki gera gangvart öðrum, því ég veit það eru um hundruð reglur um það hverning bankinn á að haga sér ganvart seðlabankanum og ríkinu, en síðan virðist vanta allar aðra reglur inná.

Ég er hérna með sögu um Kröftugan Banka sem ég ætla ekki að segja hver það er en já ég fór í hann til að fá 100% íbúðalán þar sem þetta mun vera fyrsta íbúðin mín og þar sem ég hef engan til að hjálpa mér með svona peninga mál og annað ákvað ég bara að kýla á þetta, enda var ég í viðskiptum við þennan banka, og er með alveg mjög góða sögu sambandi við að ég skulda ekkert og er ekki skrifuð fyrir neinu.
En já þeir taka sér góðan tíma í matið og bara allt í lagi, og síðan er hringt í mig og sagt að það vanti hérna 400 þúsund uppá að ég fái þessar 11 milljónir (frekar lágt verð miðað við hvað flest er að fara á nú á dögum) og ég fer bara að vinna í þessu, svona hlaupa til og frá skrifa undir ljósrita og hvað eina, en já þannig að ég kem til þeirra aftur 3 dögum síðar búin að koma öllu á hreint og segi bara við þá með bros á vör að ég sé kominn með milligjöfina.

Þarna var ég að deyja úr gleði fyrsta húsið mitt kostaði ekki mikið og ég gæti ekki hugsað mér neitt betra.

En konan brosir ekki á móti, og útskýrir hún þá fyrir mér að hin konana hafi verið að bulla (samt fékk ég að skoða alla “Löggildu pappírana”) í mér allt sem hún hafi verið með var rangt, ég horfi á hana eins og hún hafi slegið mig í framan, og er að búast innst inní mér að hún fari að segja við mig að hún sé bara að fíflast í mér. Nei hún geriri það ekki, jæja en hvað með það ég tek pappírana með mér út í bíl og fer yfir þá.

Athugasemdir við bréfið sem mér var rétt: Dagsetningin var 2 dögum ÁÐUR en ég talaði við konuna sem sagði að allt væri í fína þyrfti bara smá milligjöf, þannig það stóðst ekki alveg, einnig höfðu þeir tekið 1,750 milljónir af 4,15% láninu og fær yfir á 5,95 % lán. Síðan höfðu þeir tekið lánið sem átti að vera með fasta 6,95% vexti og hækkað það uppí 9,95% vexti.
Bílinn minn sem ég keypti á 200 þúsund kall var með rekstrar kostnað frá þeim uppá 37800 kr já mjög raunhæft, sérstaklega þar sem ég á hann 100% núna.

En þá spurði ég fyrst um bílin og afhverju þetta var svo hátt, þar sem vanalega er reiknað með 25 þúsund á mánuði, og hvað ef ég mundi selja bílin, nei það er ekki hægt afþví þeir gera alltafráð fyrir því að fólk eigi bíl (þó það eigi ekki bíl) og jæja fór líka að tala um allt hitt sem var að láninu því samkvæmt því þá var ég með yfir það sem ég þurfti að fá til að fá lánið.
En NEI, þá fæ ég að heyra það (banki sem ég er búinn að vera með góð viðskipti við í meira en ár) og það segir við mig að það vilji engin viðskipti við mig hafa.

Ég sit stjörf og geng út eins og ég sé dauð, heilinn minn slökkti á sér á þessari stundu, ha engin viðskipti við mig en þeir eru í viðskiptum við mig ég er viðskiptavinur þeirra.

Já og þetta tók 3 vikur í staðin fyrir að segja við mig strax frá byrjun að þeir vildu engin viðskipti við mig hafa eyddu þeir miklum tíma frá mér og jah held þetta falli örugglega undir það að koma manneskju í andlegt álag.

Eftir þetta lagist ég upp í rúm og vildi ekki koma framúr fyrir neitt, ég hætti að borða og eina sem ég hugsaði um var hverning þeir fengu þetta út, og einning fékk ég og hef ekki ennþá fengið svörun afhverju þeir vildu ekki veita mér þetta lán þar sem ég stóðst greiðslumatið frá þeim.

Einning vil ég benda á það að ég er að borga 75 þúsund í húsaleigu fyrir litla 2 herbergja íbúð, og það sem ég hefði verið að borga af þessum 11 milljónum á mánuði hefði verið 64 þúsund, og hef aldrei verið sein eða ekki borgað húsaleiguna.

Þannig ég vil fá að vita hvort bankinn megi gera þetta og hvort einhver veit hvort eða hvar það séu til reglur um starfsemi banka á Íslandi eða hvort þeir hafi öll völdin. Því það hljóta að vera einhver lög þar sem þú þarf alltaf að vera í banka.

Já endilega ef þið vitð hvað ég get og ætti að gera viljið endilega segja mér frá því.