hún er nú ekkert löng en það er heldur ekkert alltof mikið um greinar hérna :)

jæja þegar ég var 14 ára og fermdist fékk ég slatta af pening (200 þús) og ég fékk tölvu frá mömmu og pabba þannig að ég ákvað að setja bara peningana inná banka en útaf mömmu vantaði pening bauð hún mér hlutabréf í pharmaco (nú actavis) fyrir 250 þús þannig að ég var strax búinn að græða 50 þús en svo lagði hún inná mig 500 þús (þurfti samt að borga henni 250 til baka) en mátti eiga gróðann ef það hækkaði og ef þetta myndi lækka myndi hún borga mér það svo ég gæti ekki tapað (besta mamma í heimi :D) svo auðvitað seldi ég ekki strax því ég gat einungis grætt í þessari stöðu

þetta hækkaði og hækkaði og ég vissi að viðskiptin í heiminum væru eiginlega bara að byrja og hlutabréf og þannig væri framtíðin þannig að ég seldi ekki en fylgdist náið með þessu. var oft kominn mjög nálægt því að selja og kaupa í öðrum félögum (sem hefði reyndar verið sniðugra þótt ég hefði eiginlega ekki getað komið betur út í endann. vegna þess að ég var að taka mikla áhættu með að vera með alla peningana í sama dæminu) eða bara taka peninginn út og vera ánægður með yfir 500 þús í gróða af 200 þús kalli.

en ég hugsaði að það væru meiri líkur að þetta hækkaði en lækkaði og svo hafði ég í rauninni engu að tapa nema peningunum sem ég var búinn að græða. og útaf ég var svo ungur þurfti ekki að borga neina reikninga og slíkt hehe þannig að why not

svo eins og flestir vita var björgólfur thor að taka yfir actavis og þessvegna varð ég að selja samt vel ánægður enda upphæðin komin í 3.5 millionir eða búin að 7 faldast.. meira en það reyndar útaf ég seldi fyrir 300 þúsund fyrir svona ári á genginu 60 r sum (björgólfur keypti hlutina á 89) svo ég fékk um 39000 evrur en evran var lág svo ég seldi auðvitað ekki strax heldur beið í nokkra daga og viti menn hún hækkaði strax í 88 kr og ég seldi þá (fékk evrurnar þegar hún var í 81 r sum) hefði samt átt að bíða lengur útaf hún fór uppí næstum 94 ! hefði þá grætt annan 300 þús kall en er samt ágætlega sáttur með að hafa selt á 88

núna er ég nýbyrjarður að ráðstafa fénu og er búinn að kaupa fyrir 400 þús í straum burðarás. náði reyndar ekki að kaupa fyrr en gengið var komið í 20.30 en er samt ágætlega bjartsýnn á það. keypti svo fyrir 250 þús í emerging markets sjóðnum en hann er búinn að vera að lækka mikið nýlega og ég býst við að núna útaf allir hlutabréfamarkaðarnir eru byrjaðir að hækka aftur að þeir í asíu og s-ameriku fylgi fljótt eftir.

er svo að pælí að vakna snemma á morgun (23 ágúst) skrifa þetta 22. og kaupa fyrir 400 þús í exista og 250 þús í BRIC sjóðnum og kannski eitthvað í kaupthing veit ekki en láta síðan restina inná peningamarkaðssjóð og geyma það þar þangað til ég sé einhver önnur góð tækifæri


jæja þá held ég að þetta sé bara komið, segið endilega hvað ykkur finnst skoðanir og þannig :D

það er líka bara einn félagi minn inní þessum viðskiptamarkaði en það er alltaf gott að hafa fleiri til að tala við og skiptast á skoðunum hvað þeir haldi að eigi eftir að hækka og hvað ekki og hvað sé sniðugt og útaf hverju blabla ég hef mikinn áhuga á þessu öllu þannig að þið megið endilega láta mig á MSN ef þið eruð með :D en mitt er hrafnkellsmari@hotmail.com

takk takk