Þegar ég var 14 ára gamall fjárfesti ég fyrir fermingar peningana mína allan peninginn sem ég átti í fyrirtæki sem hét “De-code”, allur peningurinn minn var samanlagður 640.000kr. Þegar ég hafði keypt í “50” lækkaði fyrirtækið í “30” og ég seldi, eftir þessa fjárfestingu fattaði ég hvað ég var að gera og fór að leita til bankanna um fjárfestingar þegar nýbyrjaður og talin klár fjárfestingar aðilli, ég treysti honum fyrir peningunum mínum og hann ráðlagði mér að fjárfesta í einhverju Kanadísku Olíufélagi, eftir fjárfestinguna mína hafði fyrirtækið farið frá “20” yfir í “45”(þá hafði ég 2faldað peninginn minn. Eftir Kanadísku fjárfestinguna treysti ég þessum manni fullkomlega fyrir peningunum mínum og pabbi minn ákvað að fylgja þessum manni líka. Eftir 1. mánuð sagði þessi maður mér að fjárfesta aftur í “De-Code” og hann sagði að þetta ætti allavegna að fara í 100-150 og var þá á þessum tíma í 45-50. Eftir nokkra mánuði hringdi hann í mig og sagði mér að ég hafði tapað öllum peningunum mínum og að pabbi minn hafi tapað 17milljónum. Ég varð miður mín og varð mjög reiður útí þennan mann sem ég ætla EKKI AÐ NEFNA.

Eftir Þessa Fjárfestingu Ákvað Ég Að Fjárfesta Aldrei Aftur.

takk fyrir, þessi saga skiptir mig miklu máli….