Ég undirritaður skellti mér í sumarfrí til útlanda í sumar. Í fríhöfninni kíkti ég í gleraugnaverslunina á staðnum og keypti mér dýr og flott sólgleraugu og lánaði vini mínum fyrir sínum gleraugum líka. Allt átti þetta að kosta vænan pjéning, en afgreiðslukonan sló rangt inn í posann þannig að ég borgaði aðeins litla upphæð í stað þessarar himinháu. Þetta uppgötvaði ég þegar ég var kominn út úr búðinni og á leið útí flugvél þannig að ég ákvað að gera ekkert í málinu, bara heppinn ég.

En núna, tveimur mánuðum seinna hringir í mig starfsstúlka úr verslunninni og segir mér frá mistökunum og spyr hvað ég ætli að gera í málinu. Hvort ég ætli ekki að borga o.s.frv. Hún leyfir mér að hugsa þetta og við ákveðum ekkert.
Ég hef enn ekki borgað, aðallega vegna togstreitu, því vinur minn vill alls ekki borga og segir þetta þeirra mistök en ekki okkar og að við þurfum ekki að gera neitt.
Eigandi búðarinnar er núna kominn í málið og heimtar (frekjulega) borgun, sem ýtir ekki undir að ég vilji borga.
Auðvitað vill maður vera heiðarlegur, en ég er bara fátækur námsmaður og á ekki mikinn pening, og þetta eru auðvitað þeirra mistök, það er engin spurning.
En spurningin er, hvaða rétt hef ég? Verð ég að borga þetta eða hvað? Geta þeir krafist þess tveimur mánuðum eftir viðskiptin að ég leiðrétti þeirra mistök?
Ef einhver gæti veitt mér einhverjar upplýsingar eða bara komið með skoðun sína á málinu væri það vel þegið.