Ég er núna að feta mig í fyrsta skiptið inn á hinn stóra fjármálamarkað. Ég er að gera mig tilbúinn til að kaupa mitt fyrsta hús. Ég er búið að vera að kanna lánveitingar og hvað ég þarf til að fara í gegnum greiðslumatið. Núna er víst eitthvað stórt mál í gangi sambandi við nýtt kerfi á, ég veit ekki alveg hverju en þetta tengist víst einhvernveginn brunabótamati. Ég veit allaveganna að Íbúðarlánasjóður er hættur að veita lán útá heildarverð íbúðarinnar. Í stað þess að veita lán upp á 70% íbúðarinnar þá gefa lán upp á 80% brunabótarmats. Ég hef heyrði einhverstaðar að miklar breytingar væru íbúðarmarkaðnum og að núna væri ekki sniðugur tími til að kaupa heldur ættir maður að bíða og sjá hvað mundi koma út úr þessum deilum. Getur einhver sagt mér eitthvað um þetta. Sagt mér afhverju það er sniðugara að bíða. Ef einhver hefur vit á þessum mundi ég glaður vilja fá ráðleggingar sambandi við þetta sem ég hef spurt og helst ráðleggingar hvernig ég á að haga mér í þessum málum. Það væri jafnvel best ef þið mundum senda mér línu á qauzzix@ni.is en verið velkomin að svara líka þessari grein á gamla góða mátan.

Með von um góðar ráðleggingar,
Qauzzix ( qauzzix@ni.is )