núna upp á síðkastið er búin að vera mikil umræða um vaxtastefnu seðlabankans eða þá pfur vexti sem eru lagðir á núna og eru búnir að vera síðustu ár.

rökin hjá þeim eru nokkuð góð en það er að hægja á ofþennslu og koma þannig niður verðbólgu og hann er að refsa þeim sem fóru of glannalega í fjárfestingum í mesta góðærinu og tóku mikil erlend lán.

rök flestra annara eru nokkuð góð líka og benda á að þetta sé farið að bitna um of á fyrirtækjum og einstaklingum og það sé löngu tímabært að lækka þá því að það fer hvort eð er ekki að skila sér fyrr en í fyrsta laga 6 mánuðum eftir lækkun.

svo bennti margeir pétrusson á það í fréttablaðinu í morgun að bankarnir væru farnir að undirbúa sig undir gjaldþrotahrinu og þótt vextir væru lækkaðir mynda það ekki skila sér nema til þeirra.

svo er spurning um hvort seðlabankinn sé viljandi að valda gjaldþrotum til að auka atvinnuleysi til að stoppa óeðlilegt launaskrið sem hefur verið síðustu ár sem hann telur valda verðbólgu sem er ekki út í hött en hálf harkaleg aðgerð.

hvað fynnst ykkur.???????