Hef alveg svakalega lítið vit á fjármálum, gengi, vsk og svoleiðis hlutum, en langar samt að koma með spá fyrirspurn.

Ég hef eins og aðrar íslenskar konur farið talsvert í innkaupaferðir erlendis í gegnum tíðina og rekið mig á það að barnaföt eru mikið ódýrari t.d í Bretlandi og Írlandi og einhverjum fleiri stöðum, mér skilst að það sé vegna þess að ríkið í þessum löndum leggi ekki vsk á þessa hluti, enda telst þetta nauðsynjavara sem að þetta að sjálfsögðu er.
Afhverju í anskotanum er þetta ekki eins hér ?? það er skelfileg útgjöld sem maður þarf að leggja fram bara til að geta komið krökkum í skóla á hverjum vetri, því ekki sendir maður þau nakin.
Og fyrir barnmarga þá eru talsverð útgjöld að klæða og fæða þessar stóru fjölskyldur, í velferðarríki eins og Ísland ætti að vera á fjölskyldan auðvitað að vera nr.1 en það virðist sem ríkið vilji ekki að við fjölgum okkur eða er að minnsta kosti ekki að styðja við bakið á þeim sem eru að því.
Hvernig er það, hefur ekki einhver hérna inni skoðun á þessu máli líka ??
Kv EstHe
Kv. EstHer