Ég vil spjalla og spyrja aðra hér um tvö atriði; fyrst varðandi fasteignamarkaðinn og svo gengið.

Vinur minn er að spá í að kaupa íbúð í Keflavík og segist geta leigt hana út og rúmlega dekkað sinn kostnað af henni og þar með sé þetta gott dæmi sem fjárfesting. Hvernig er staðan á leigumarkaðinum ? Í fyrra heyrði ég af fólki sem var að leigja út og gafst upp á því af því að það sagði að það væri ekkert nema aumingjar sem ekki gætu borgað, allir aðrir gætu keypt sjálfir. Svo er maður að heyra um að leiguverð hafi enn hækkað og margir séu að kikna undan því, hver er sannnleikurinn í þessu máli ?

Annað, hvað haldið þið með gengið ? Dollarinn var að snarhækka geng krónu og hinir gjaldmiðlarnir búnir að rétta sig við, er krónan byrjuð þetta sig sem var talað um ? Ég er að spá í að taka mér “stöðu” í Evrum og veðja á 15-20 % gengisfall á komandi ári, hvað segið þið ?