Íslandsbanki hefur nýlega tekið í notkun nýjan netbanka. Nýtt útlit og ALLT öðruvísi uppsetning.
Einhverjir byrjunarerfiðleikar hafa gert vart við sig eins og eðlilegt er.
Ég var mjög ánægð með Netbankan eins oghann var og fannst hann þægilegastur og flottastur af þeim netbönkum sem ég hef prófað.
Litirnir voru þægilegir en skáru ekki í augun eins og hjá t.d. S24 og Sparisjóðunum og öll notkun var sélega þægileg.
Einnig er þar bókhaldsmöguleiki sem er mjög sniðugur og ég veit að það er ekki í netbönkum Sparisjóðanna.
Ég var semsagt mjög ánægður notandi netbanka Íslandsbanka en svo kom breytingin.
Það fyrsta sem ég tók eftir voru litirnir, dökkgrátt og gráblátt eru ríkjandi og allir kassarnir eru fylltir með annaðhvort ljós eða dökkgráum sem er ekki sérlega þægilegt og gerir allt óskýrt og leiðinlegt. Í gamla heimabankanum var bakgrunnurinn hvítur og Íslandsbankablár í stöfunum. Það var mjög gott og allt letur var mjög læsilegt og skýrt ólíkt því sem það er nú.
Einnig er öll uppsetning orðin miklu flóknari og heiti á flokkum sum hver all fáránleg t.d. eru millifærslur nú undir viðskipti en voru áður undir millifærslur og svo mætti lengi telja.
Áður var það þannig að þegar búið var að logga sig inn sá maður nýjustu stöðu á öllum reikningum og kreditkortum en þannig er það ekki lengur.
Ég hef kvartað við Íslandsbanka en öllum er sama
Það er yndislegt hvað bankar á Íslandi eru tilbúinr að gera viðskiptavinum sínum erfitt fyrir.
Einkun netbanka Íslandsbanka er farin úr 9 niður í 4,5
Talbína