Þú sem barnlaus einstaklingur færð minna til baka frá ríkinu en fjölskyldur með börn, ekki satt…

Þú verður vonandi ekki alltaf barnlaus, þú verður vonandi aldrei alvarlega veikur, þú örkumlast vonandi aldrei og verður vonandi (aldrei) gamall ellilífeyrisþegi.

Ríkið á alltaf eftir að hirða meira frá þér en þú færð frá því. Fólk er misjafnt eins og það er margt, það má segja að það sé óréttlæti að við heilbrigða fólkið borgum læknismeðferðir þeirra veiku og þurfandi.

Það er óréttlæti peningalega séð en hvað með þeirra réttlæti, eiga ekki allir á íslandi rétt á að fá læknishjálp ef þeir þurfa?

hver á þá að standa undir því?

Ef það á að ríkja jöfnuður á Íslandi þá þurfa hlutirnir að vera svona.

Ég get ekki sagt að það ríki jöfnuður á Íslandi þessa dagana þegar næstum allir alþingismenn eru með lágmarks háskólamenntun og himinhá laun…

Þeir fengu minna úta vinnumarkaðnum, ef fólk fer aðeins að skoða málin þá er Íslenska ríkið að hafa okkur að svo miklum fíflum.

Fólk í borgarstjórn, með minnst 450.000 kr á mánuði meðan lágmarkslaun eru 80.000kr og fyrir hvað, þetta fólk er ekki að hugsa um okkar hag og að jafna lífsgæði fólks.
Bara að hirða meira af okkur svo flugeldasýningin á menningarnótt verði stærri, svo það geti eytt meiri pening í vitleysu.

Tökum Davíð Oddson sem dæmi, ég heyrði frá félaga mínum í USA að hann hefði leigt einkaþotu til að fljúga milli ríkja á meðan hann var þar 800.000kr á dag fyrir flugvél, ný innrétting hversu lengi eigum við að eltast við að halda þessum gaur ánægðum.

Hann ætti að vera þakklátur okkur fyrir að hafa þolað' hann svona lengi, ég kís hann ekki og hef reyndar aldrei gert…