Sæl öllsömul.

Nú leita ég álits, mögulegra lausna og svona hjá fjármálajöfrunum hér:) Þessi grein er líka að einhverju leyti send inn með það í huga að sýna stöðu venjulegs fólks í daglega lífinu.

Staðan:

Ég= Í námi í Háskóla Íslands, vinn aukalega við vaskskylda vinnu, mjög óreglulega.

Kærastinn= Í iðnnámi, vinnur mjög óreglulega með skóla.

Barnið= fædd Nóvemer 2001, er bleyjubarn á leikskólaaldri.

Heimilið= erum að kaupa (upprunaverð 2001 8,1 millj tekin á fullu viðbótarláni).

Innkoma= 140.000 sameiginlega frá LÍN á mánuði (komum bæði úr vinnu í nám tekjuhámark 600.000 og svona reiknast það). Smásporslur vegna aukavinnu af og til.

Útgjöld= 78.000 í greiðsludreifingu(Hiti, Rafmagn, Fasteignagjöld, Fasteignatrygging, Líftrygging, Líftrygging, Brunatrygging, Fjölskyldutrygging, RÚV, Sími(fastalína), Tölvulán, Reddingalán, Árgjald, Húsnæðislán)
Leikskólagjöld 15.800
Nettenging og notkun síma og nets (adsl tenging vegna vinnu) 10.000
Bókakostnaður þessa önn= 50.000
Rauðakortiðx2= 21.000
Matur hreinlætisvörur læknakostnaður bleyjur og annað smálegt= breytilegt

Ég get ekki minnkað í neinum af þessum útgjöldum, við erum ekki með sjónvarp til að spara þar 800 kr á mánuði og erum búin að klippa allsstaðar af. Íbúðin er náttúrulega með fullum lánum þannig að við getum ekki fengið lífeyrissjóðslán til að lækka vaxtagreiðslur og svona. Við höfum bæði fyllt kvótann í yfirdráttum og ég fékk frystingu á eitt húsnæðislánið núna til að minnka gjöldin. Það lækkaði greiðsluþjónustuna í 60 þúsund. Ég lennti óvænt í miklum tannlæknakostnaði sem skellti okkur endanlega á kúpuna. Við erum of “tekjuhá” fyrir féló auk þess að vera í skóla sem líka hindrar skilst mér. Við getum ekki selt íbúðina fyrir minni, hún er rétt passleg auk þess sem leigan er ekkert lægri. Ég hef íhugað að fá endurskoðanda til að skoða málin en það kostar pening sem ég ekki á. Við erum hægt á leiðinni á kúpuna þrátt fyrir aðstoð foreldra. Kærastinn er búinn í náminu um áramótin næstu.

Er eitthvað sem ég er að missa af í möguleikum á lausnum? Þekkið þið ráð?