strætó hæbb,

Festir unglingar þéna ekki mikinn pening en margir eru að vinna við t.d. bera út, passa, hjálpa við hússtörfin og sumir vinna í fyrirtækjum. Fyrir þá sem þurfa að taka í strætó, þá er ég frekar að meina unglinga, kostar farið 220 krónur, það er t.d. meira en helmingurinn af mínum launum. Svo er þetta með að strætó skildi hækka er bara fáránlegt, svo eru líka margir krakkar sem að taka strætó í skólann og það kostar sko sitt. Af hverju er ekki frítt í strætó fyrir krakkar í skólum eins og það er í öðrum löndum?

Ég veit að fyrir eitt fargjald fyrir fullorðna kostar 220 en áður 200 og fyrir krakka innan 6 ára er frítt og svo 6-12 ára 60 krónur, áður 50 krónur.

Allavega er ég að tapa á þessu þegar ég þarf að taka strætó þar sem ég vinn. Það er kannski ekkert mikil hækkun á gjöldunum ef þú ert að fara einu sinni og einu sinni í strætó, en ef þú þarft að tala hann oft í viku er það mikið.

En hvað finnst ykkur um strætógjöldin??

(ég veit að þetta er pínu misheppnuð grein ", )