Ókei ég átti gullfisk sem var keyptur 22.desember og hann var að deyja núna.
Þegar hann var keyptur var sagt að þetta væri fersksvatnsfiskur og seldar kúlur með honum til að éta. Ég átti að skipta um smá af vatni á hverjum degi í kúlunni og skipta alveg um vatn einu sinni í viku.
Ég skipti reglulega um smá af vatninu og í dag var ég að skipta alveg um vatnið en skildi samt smá eftir af gama vatninu eftir. Eftir að ég var búin að því fór fiskurinn að hegða sér svo furðulega, andaði þannig að hann teygði “varirnar” geðveikt langt út (hafði aldrei séð það áður) og borðaði ekki matinn sem ég gaf honum. Svo fór hann alltaf að leggjast á hliðina á yfirborðinu, en þegar ég hreyfði við kúlunni þá hreyfði hann sig, svo dó hann núna.
Hefur einhver hugmynd um hvað ég hafi gert vitlaust :/? Er þvílíkt sár yfir þessu.
Já annað, þegar ég fékk hann var hann með rauðan blett á hausnum á annarri hliðinni og augað var allt kolsvart á meðan hitt augað var bara venjulegt. Svo sýndist mér rauði bletturinn vera að stækka. Var fiskurinn eitthvað veikur þegar ég fékk hann? Er hægt að fara í búðina og kvarta :/? Er allavega mjög ósátt með þetta.