Sælir Hugarar.

Þannig er mál með vexti að ég á tvo fiska. Vandamálið er hinsvegar að vatnið í búrinu þeirra er svona grænleitt og það fer ekki þótt ég skipti um vatn. Systir mín heldur að þetta séu þörungar og það gæti alveg verið. Þess vegna spyr ég ykkur;

1. Er eitthvað annað sem ykkur dettur í hug að þetta gæti verið?

2. Veit einhver hvernig á að taka á þörungamyndun í búrinu?

Með fyrirfram þökk,

Delilah