Ég er búin að vera í bandaríkjunum í allt sumar og fiskarnir mínir fóru í pössun hjá vinkonu systir minnar um sumarið. Þetta eru tveir fiskar sem ég hef talað um áður hérna á áhugamálinu.(greinin eftir mig Hræðileg saga , er um þessa tvo fiska)En þeir heita Keli og Gulla. Keli hefur alltaf verið alveg svakalega feitur en gulla bara venjulegaur gullfiskur.
En þegar ég fékk þá í gær þá var ég í sjokki yfir því hvað Keli hafði stækkað! hann var orðinn þrefalt stærri ef ekki fjörfalt en hann var áður en ég fór til Usa og Gulla var orðin jafn stór og Keli var áður!

ég skil ekki hvernig þeir gátu stækkað svona á tvemur mánuðum, veit einhver hvernig þetta getur hafa gerst eða hvort að þetta hafi gerst hjá þeim?

P.S. langaði að bæta við því að Keli er svartur skrautfiskur ef það breytir einhverju.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."