Smá reynslusaga! :)

Pabbi minn á fiskabúr! Svaka flott fiskabúr sem er um 400 lítrar og eingöngu með saltvatnsskrautfiskum, (svona eins og í Finding Nemo) kóröllum og þannig!
Þegar þeim er gefið að borða þá slekkur pabbi á dælunni á meðan svo maturinn fari ekki allur þangað en hann kveikir alltaf aftur innan 15 mínútna svo þeir fái nú súrefnið sitt..
Í fyrrasumar bjuggum við kærastinn minn heima hjá pabba og eitt kvöldið þurfti pabbi að drífa sig á næturvakt þannig hann bað okkur um að kveikja á dælunni eftir að hann væri farinn (hann var búinn að gefa þeim að borða) .. Jújú, ekkert mál!
Eitthvað vorum við nú utanvið okkur og vorum bara að slæpast.. Lágum heillengi andvaka uppí rúmi þegar við ætluðum að fara að sofa en skildum ekki afhverju!
Morguninn eftir vakna ég og fer í vinnuna! Kærastinn minn svaf ennþá en um hádegi fékk ég símtal frá honum þar sem hann var voða sorry í símann og ég spurði hvað væri að og þá sagði hann: “Veistu hvað við gleymdum að gera í gær?” Ég fékk áfall!!!
Þá hafði pabbi komið heim af næturvakt um morguninn og setið inní stofu, varð litið á fiskabúrið og sá enga hreyfingu í því.. Kveikti ljósið í því og sá þá að allir fiskarnir (um 50 stykki minnir mig) nema 5 eða e-ð voru dauðir! Hann fattaði strax að ekki var búið að kveikja á dælunni… :/
Kærastinn minn vaknaði og pabbi tók þessu óvenju vel miðað við aðstæður! Kærastinn minn fór alveg í panic og reyndi að afsaka þetta!
Pabbi var í marga daga að hreinsa búrið og hann þurfti að skipta algjörlega um vatn og allt.. Þvílíkt vesen að reyna að bjarga þeim sem lifðu þetta af..

Tjónið varð hátt í 250.000 krónur! :/

Þessir fiskar voru sko lífið hans pabba í bókstaflegri merkingu og nokkrum dögum eftir þennan atburð skrifaði pabbi “minningargrein” um þá á netinu einhvernstaðar! :) Híhí..

En þetta endaði nú samt allt vel.. Pabbi er búinn að kaupa nýja fiska og búrið er bara ennþá flottara í dag!! ;)