Ég á tvær salamöndrur og einn gullfisk í sama búri. Ég veit að þessi dýr eiga ekki vel saman í búri en það hefur gengið ágætlega til þessa þó þau séu skíthrædd við hvort annað. Önnur salamandran er c.a 18 cm en hin helmingi minni(með halanum). Ég veit ekki hvaða kyn er hvað, en um daginn þegar ég var að fara að þrífa dæluna í búrinu sá ég að einhver hafi gotið eggjum bak við hana og á fleiri stöðum. Ég hætti við að þrífa dæluna og búrið verður skítugara og skítugara með hverjum degi. Ég held að eggjunum fari hratt fækkandi þó ég viti nú ekki hver éti þau. Ég veit ekki hvað ég á að gera og mér þætti vænt um að einhver sem veit eitthvað um salamöndrur segði mér hvað ég á að gera….