Sælt veri fólkið.

Ég keypti mér gullfiska og allan pakkann með fyrir uþb. 5 mánuðum.

Það hefur aldrei fiskur dáið hjá mér og ég vill sannarlega að það gerist ekki núna.

Málið er að ég er með eitt par þarna ofan í, ég veit ekki alveg hvað það heitir. Mér var sagt að þeir væru eins og gúbbífiskar, eignuðust seyði. Voða kátur með það

Svo fyrir uþb mánuði, byrjaði kvenkyns fiskurinn að fá “bumbu” og verða rauð á maganum, eins og gúbbí fiskar.

En hún er búin að vera svoleiðis í heilann mánuð, er það eðlilegt eða? getur verið eitthvað að?
(\_/)