Ég ætla að segja aðeins frá fyrsta(eina) skiptinu sem átti fiska.

Ég fékk þá notaða og mjög ódýra þetta voru þá 2 gullfiskar, ég var alveg voðalega spenntur. Annar fiskurinn var eitthvað fatlaður var með eitthvað sem líktist myglu á kinnini sinni hvítt og ljótt.
Nokkrir dagar liðu og þá tók ég eftir því hve “spennandi” það var að eiga fisk…
Þeir gerðu ekki NEITT, voru bara syndandi um og “gúbbíast”
Seinna meir keypti ég nokkra fiska til viðbótar eina svona slöngu (mjög cool) var um 15-20 cm) og einn svona lítinn fisk þá er ég að tala um sentimeter eða 2. honum tókst nú að lifa þrátt fyrir að vera svo lítill, Gullfiskanir tóku hann stundum uppí sig og spíttu út alltaf var það jafn fyndið.


Ef ég man rétt áti ég þá í um 3 ár þeir dóu bara einn af öðrum (ekki vegna vannæringar) þeir fengu alltaf nóg að borða og svona “nammi” líka.

Það var alltaf gaman að kaupa eitthvað nýtt í búrið td. kafara kall og gull kistu með loftbólum og slangan fílaði sig vel í skipsbrotinu sem ég fárfesti í,nema hvað litli fiskurinn dó þar :/
hvernig veit ég ekki hann bara lá þar inní einn góðan veðurdag.
Hann var fyrstur til að fara svo kom þessi með mygluna ég bjóst nú alltaf við að hann myndi ekki lifa lengi en samt náði hann um 2 1/2 ár.
Að lokum fékk ég leið á þessum fiskum og sturtaði slönguni og hinum gullfiskinum niður. og nú í dag notar bróðir minn fiskabúrið undir síli sem hann veiddi……í fyrra (löngu dauðir held ég)
———-
Hva má læra?
Fiskar eru dýr sem ekki er hægt að leika við. Samt gott skraut í stofuni eða svoleiðis.