Ég er í smá fiskabúrsvanda. Það verður alltaf svo skítugt að innan aftur á stuttum tíma, ca 15-20 dögum. Ég fékk mér þetta nýja fiskabúr í janúar en það fyrra sem ég átti varð ekki svona skítugt eins og þetta.

Þetta búr er með glerloki á, getur það einhvernveginn tengst því að búrið verður svona fljótt skítugt? Ég er líka með það inni á baði og þá kemur oft gufa og svona þegar marr fer í sturtu, getur það verið örsökin? Ég á 4 fiska. Gef ég þeim kannski of mikið í einu þannig að fiskamaturinn safnist saman á botninum og geri vatnið svona skítugt??

Mig vantar hjálp til að fiskarnir mínir geti synt happy og í hreinu búri!!