“Fiskaaðdáendur”, til hamingju með þetta áhugamál.

Mér datt svona í hug að kíkja aðeins inn á þetta áhugamál. Ég er nú ekkert fyrir fiska og ekki fyrir dýr almennt en mig hefur alltaf langað í fiska í búri.

Ég á afmæli eftir 2 vikur og í skólanum í dag missti ég það útúr mér að mig langi ógeðslega í 2 fiska, og hafa þá í litlu búri og nefna þá Simon og Garfunkel.
Svo byrjuðu vinkonur mínar tvær að tala meira um þetta og að lokum spurðu þær eftir allskonar laumalegar augnagotur og hvísl hvort ég mætti eiga fiska.. þannig að ég fæ örugglega fiska!

Ég hef aldrei átt eitt einasta dýr, líklega vegna þess að pabbi minn er dýraníðingur (reyndar öll ættin hans) og þau sameinast um að misþyrma öllum dýrum sem þau koma nálægt. En hvað um það, ég get ekki beðið eftir að eignast fisk/a. Ég er nú ekkert alveg sjor um að ég fái hann!!

Reyndar hefur mig alltaf langað í illa steiktan og bæklaðan fisk.. helst með tættan ugga eða auga eða eitthvað, einhvern sem enginn gæti hugsað sér að eiga. Þá myndi ég eignast hann og tala við hann um heimspekilega hluti á hverjum degi! Ég myndi nefna hann Platon.

Hvað heita fiskarnir ykkur, ef þið eigið? Og ef ekki, hvað myndu þeir heita?<br><br>


<font color=“#008000”><u><b> xU!!!!</b></u></font>


<i> Ég styð <font color=“#0000FF”> klassík </font> og <font color=“#800080”> Skjá einn </font>!! </i>

<a href="http://www.hugi.is/hp“> þetta </a> er snilld!

<font color=”#FF00FF“>”Eurovision“-kasmír síðan mín </font> er í smíðum. Þar eru lögin sem kepptu til úrslita og meira væntanlegt <a href=”http://kasmir.hugi.is/rectum">Hér</a