Fiskaáhugahugara:), getiði sagt mér hvað það er svona rosalega spennandi við að eiga fiska? Þeir gefa ekki frá sér hljóð, þú getur ekki klappað þeim og alls ekki leikið við þá.

Það eina sem að fiskar gera er að synda í endalausa hringi, annað gera þeir ekki. Þeir sem eiga fiska eru að gefa þeim nöfn, ég meina fiskar heyra ekki einu sinni nafnið sitt..

Gullfiskar finst mér eiga bara að vera sem skraut til dæmis í gosbrunnum, og soleis.. En það er bara mín skoðun. Og ekki er gaman að horfa endalaust á þessi sunddýr! Og líka eru þeir ekki bara alltaf að drepast??

Er ekki bara eintómt vesen að eiga þessa fiska?? Er ekki það eina sem þið gerið er að gefa þeim að borða einhvern viðbjóð með ógeðslegri lykt og þvo búrið eða krukkuna hjá þeim?