Ég og kærastan mín(Rottie) erum með 3 búr og einn rekka sem er ætlaður til ræktunar á fiskum. Við höfum mikinn áhuga á fiskum og dýrum almennt. Erum að rækta Afrískar síklíður í litlu magni eins og er en það stækkar hratt, einnig erum við að fara í ræktun á öðrum fiskum.

Fyrsta búrið er 240l Malawi búr.
Búrið er smíðað hérna á Íslandi af Hlyn.

í Búrinu eru eftirfarandi fiskar:
9 pseudotropheus demansoni
3 Mpanga
5 Yellow Lab
2 stk kingsizei
2 stk Johannii
4 Stk White Lab
4 Stk Labidochromis flavigulis
2 Stk melanochromis auratus
1 spotted Raphael catfish
7 Ancistrur
Búnaður:
2x T5 54w og blá næturlýsing.
Uv ljós með powerhead.
AM-Top 3337 Tunnudæla


Búrið er svo að fara í breytingu núna bráðlega ætlum að skipta út grjótinu í búrinu og hlaða því upp í sitthvorn endann og hafa nóg af felustöðum fyrir fiskana, sem Malawi síklíður þurfa á að halda.
Einnig munum við taka nokkra fiska úr búrinu og hafa í rekkanum og fjölga þeim þar.
Gróðurbúrið:
Juwel 96L

Gróður:
Samolus Floribundus
Limnophila Heterophylla
Ceratopteris Siliquosa
Echinodorus Bleheri
Saururus Cernuus
Ammannia Senegalensis
Hygrophila Polysperma
Rauður Lótus
Anubias Nana

Fiskar:
1 betta
4 SAE
4 OTO
1 Eldhali
3 Corydoras
3 Corydoras Albino
1 par Kakadú Dvergsíklíður
1 par Agazi Dvergsíklíður
Á eftir að bæta við 15 Kardinála Tetrum.

Búnaður:
2 18w T8
Rena Superclean90
Tetra CO2 Kerfi.
Tetratec 50 loftdæla
Akvastabil 50w Hitari
Rekkinn.

Rekkinn samanstendur af 4 170l búrum, þrjú af þeim eru 2 skipt en eitt er óskipt.
Hreinsibúnaðurinn fyrir rekkann er sump og eru öllbúrin með yfirfalli sem rennur í sumpinn og eftir að vatnið hefur farið í gegnum sumpinn þá fer það aftur upp í búrin.
Það er ekki mikið af fiskum núna í rekkanum en þó eru nokkur seiði:
21 Mpanga
8 Red Zebra
4 Demansoni
12 Flavigulis
5 Yellow lab.

Búnaður:
T8 ljós yfir öllum búrum.
Eheim 2224 Tunnudæla sem keyrir óskipta búrið því það er ekki tengt við sumpinn
Í sumpnum er eheim 2400L/H dæla sem dælir vatninu upp aftur.
Tetratec 300w hitari.
Á yndislega Rottweiler tík og var stoltur German Pincher Eigandi.