Ég átti einu sinni gúbbí fiska.Rosalega flottir fiskar. Átti eina kvenkyns gúbbífisk sem hét Rósa og einn karlkyns gúbbífisk sem ég man ekki allveg hvað hét(hef átt svo marga fiska).
Og svo einn riksugufisk sem hét Gunnar.
Þau lifðu öll hamingju söm í sínu stóra fiskabúri, en svo kom náttúrlega að því að Rósa eignaðist unga, fyrst tókum við ekkert eftir því en svo sáum við fullt af litlum seiðum!
En Rósa borðaði nokkur og eflaust karlkyns fiskurinn líka. Þá fórum við í dýrabúð og keyptum okkur eitthvað svona ílát til þess að setja Rósu í svo að hún mundi nú ekki halda áfram að borða seyðin.
Jújú hún hætti að borða seyðin og eignaðist fullt af seyðum en sum voru étin eða dóu einhvern veiginn. Svo þegar þau voru aðeins orðin stálpuð hleyptum við þeim út út litla ílátinu.

Og voru það alls 15 seyði, þannig að það var líf og fjör í þessu fiskabúri. En svo einn daginn gátu fiskarnir eilega ekkert synt og héldu sér bara á botninum og við skildum ekkert í þessu, svo byrjaði einn og einn fiskur að deyja og við náttúrulega furðulostin!
en svo tókum við eftir því að alliri fiskarnir urðu allveg snjóhvítir og við vissum þá strax að það var eitthvað að. Kannski var það eitthvað í matnum, því kötturinn okkar Týna var gjörn á því að ná að opna fiskamatnn og borða hann og stundum koma ég að henni ver að borða hann.
En við héldum auðvitað að það væri alltí lagi að gefa fiskunum matinn. Svo kom að því að Rósa og karl fiskurinn dóu og allir litlu fiskarnir, nema hann Gunnar, hann var við hesta heilsu. Þegar fiskarnir dóu keyptum við lítið fiskabúr fyrir ryksuguna hann Gunnar, en fiskabúrið var ekki með neinu loki. Siðna einn daginn var mamma að fara að setjast í stól sem var við skrifborðið þar sem fiskabúr Gunnars var.
Þá hafði Gunnar stokkið einhvernveginn úr fiskabúrinu niðrá stólinn.Þetta voru allveg örugglega 1 metrar í mesta lagi.
Ég hélt því fram að hann hefði verið þunglyndur og framið sjálfsmorð því að hann var svo einmanna!En ég var bara 8 ára þegar þetta gerðist.!
dilja93@hotmail.com