Upplýsingar fyrir birjendur ;) (í fiskum) Þegar það er búið að kaupa mest nauðsinlegustu hlutina t.d. Búr, Vassdæla, Loft dælu - slöngur og loftstein, (Hitari ef þú ætlar að vera með tropical fiska, þarf ekki fyrir gullfiska), Sandur, Flottur Gróður, Steina eða eitthvað til að skreita

Skola búrið að innan með vatni og bara vatni alveg bannað að nota sápu :) (að mínu mati) þurka búrið að utan og koma því fyrir á þann stað sem það á að vera og byrja að setja hreint vatn beint úr kalda krananum helst ekki heita (þó þetta sé alveg sama vatnið) nota helst hreint ílát úr gleri til að setja vatnið í sem fer svo í búrið, Ekki filla búrið alveg heldur bara þannig að c.a. 5 cm eru frá vatninu og topp glersins á búrinu

Taka vassdæluna úr umbúðunum og skola hana með fersku vatni, setja svo í búrið og stinga á samband :) (Sama gildir með hitaran)

Svo þarf að þrífa sandinn mjög vel, ef þú átt gamlan pott sem þér er alveg sama um þá geturu soðið sandinn og sigtað hann eftir á ef ekki þá er bara notað heita vatnið úr krananum sem mun vera 70°C (ekki nota kaldavatnið með) og sigta til að losna við rykið og smáu steinana svo það fari ekki í tálknin á fiskunum eða vassdæluna þína :) þegar það er búið að þrífa sandinn þá er hann látinn liggja í vatni í hreinni fötu í svona 20 - 30 min og svo er sandinum dreift um búrið með höndunum

(Mér finst flottast að vera frekar með mikin sand (c.a 5 - 7 cm lag og hólarnir ná upp að 10 cm) þannig að ég geti gert smá landslag í búrinu svo þetta sé ekki bara sléttur flötur og virðist þá vera frekar dauður staður til að vera á ;D og þá mun lifandi gróður geta fest sig betur og mun þrífast betur)

Steinar sem eru fundnir úti eða keiftir þarf að sjóða eða skola með heitu vatni og láta liggja í vatni í 20 - 30 min,

það þarf líka að setja loftsteina í vatn og láta þá lyggja í vatni 20 - 30 min, gott er að kaupa smá blí sem fæst í flestum dýrabúðum til að setja utanum slönguna hjá loftsteinunum því hann á það til að fljóta stundum og gerir þarað lítið gagn ;P

Gott er að setja salt í búrin til að minka síkingar hættu c.a 2/3 matskeiðar á móti 10L en fyrir gullfiska 1 Matskeið / 10L

Svo er að setja flottan bakrunn fyrir aftan búrið og þá er bara að láta þetta bíða í svona c.a 3 daga með dæluna í gangi og hitaran ef hann er þannig að búrið verði tilbúið fyrir dýrin

Vonandi að þetta hljálpi einhverjum ;)
Kv. Squinchy