Ég er að pæla að senda inn á fiskaáhugamálið fiskadagbókina mína. Ég veit að þetta er ekkert endilega mjög spennandi.

23/1 Keyptum við 96 lítra Juvel Record fiskabúr kr. 10.000. Fylltum búrið af vatni og möl.

24/1 Fengum fiska með flugi frá Trítlu í Reykjavík. Fiskarnir voru: Kribbapar (5+6 cm, 570 kr x2), 4 litlir Koi scalar (um 4 cm, 4x890 kr), 2 ancistrur (4 cm, 2x950 kr), par af sverðdrögum (4+5 cm, 2x390 kr) og 3 kuhli-álar (6cm, 3x715 kr). Fiskarnir voru ótrúlega fljótir að jafna sig og voru flestir farnir að borða innan tveggja klst. Kribbakarlinn kom sér fyrir í Kókoshnetunni og vaktar hana vel. Kribbakellan kroppar í scalana og álana.

26/1 Í dag fengum við gróður (Hydrophila, Cabomba ofl)í fiskabúrið. Auk Þess mældum við mengun (NO2=nitrit, var fínt) og sýrustig vatnsins (PH=6,5-7) og fengum gróðurnæringu.
Kribbarnir virðast nær því að hrygna en í gær og við erum að fara að setja 25 l búrið upp fyrir þá. Annar af tveimur sköllum með gulum lit virðist lasinn og étur ekkert. Ákváðum að hækka hitastigið úr 25°C í 28°C í búrinu ef ske kynni að hann læknaðist.

27/1 Settum vatn í 25 l fiskabúrið og fluttum Kribbaparið yfir. Vonin er sú að kribbarnir hrygni þar, en einnig þurfti að frelsa skallana frá sífelldu “böggi”


28/1 Náðum við 11 sverðdraga seiðum úr búrinu. Settum þau í lítinn plastdall sem flýtur í búrinu. Eitt seiðanna hvarf fljótt, líklega við vatnsskipti. Seiðin eru um 5 mm long og byrjuðu fljótt að borða seiðafóður.

Fengum litla Rena hreinsidælu (kr. 2400) og hitara (kr. 2600) frá Trítlu.

29/1 Skallarnir orðnir miklu heimilislegri í búrinu og virðast heilbrigðir. Sverðdragaraseiðin 10 virðast þrífast vel í plastdallinum.

Um kvöldið drapst kribba hængurinn og kom það alfarið á óvart!

30/1 Enn lifa 10 sverðdragaseiði í plastdalli oní stóra búri.

31/1 Syrgjum sverðdragakallinn sem dó í dag af munnsvepp. Tæmdum 25. lítra búrið útaf saltinu sem við settum í það í von um að lækna Sverðdragakarlinn. Fluttum þá auðvitað kribbakelluna yfir í stóra búið.

Veit að þessi grein er ekki uppá marga fiska, en eitthvað þarf að halda áhugamálinu uppi.