Gubby fiskar Gubby fiskar eru friðsamir fiskar og tilvaldir fyrir byrjendur sem ætla að vera með fiska. Gubbyarnir lifa um allt búrið. Betra er að búrið sé mikið skreytt með skrauti og gróðri. Gubbyfiskar lifa villtir í Brazilíu. Kvenn gubby-inn er stærri en karlinn er aftur á móti litríkari. Stærð gubbykerlingana segir til um hversu mörg seiði hún getur fætt. Í hverju goti get komið allt frá 20-100 seiði. Eftir hvert got er hvíld í 2-3 daga og svo verður hún aftur ólétt. Ef svartur blettur er á maganum á kvenngubbynum merkir það að hún sé ólétt. Gott er að setja gubbykerlinguna þegar hún verður ólétt í sér búr eða þar til gerð “fæðingarheimili” þar sem hún getur verið í friði. Eftir að seiðinn eru fædd verður að passa að fullorðnu fiskarnir éti ekki seiðinn (sem kemur oft fyrir). Ef þú ert með nógan gróður í búrinu þá geta seiðin falið sig og verða síður étinn. Litaafbrygði gubby-a eru fjölbreytt sumir eru grænir, bláir, svartir, rauðir og margir aðrir litir. Gubbyar eru félagslyndir fiskar og geta verið með öðrum fiskum í búri. Fiskabúrið þeirra þarf að hafa loftdælu, hreinsidælu og hitara.