Hæ hæ!! Ég og vinkona mín erum með æði fyrir fiskamyndinni “Finding Nemo” og þegar við vorum í blómaval á Akureyri sáum við fiskanna úr Nemo myndinni…m.a. Trúðfisk og okkur finnst þeir mjög fallegir og við fengum þá klikkuðu hugmynd að kaupa okkur saman nokkra fiska…og reyknuðum það út og kostaði.. tveir trúðfiskar…og einn svona fiskur eins og Dóra er í myndinni, veit ekki hvað tegundinn heitir..og kostaði það ásamt búri 19.000!! ég er ekki viss hvort að það er eðlilegt verð, en finnst það mikið.

En svo vöknuðu upp nokkrar hugmyndir á leiðinni heim….og mig langaði hvort að einhver vissi svarið við þeim…..

Hvernig fiskamat þurfa svona fiskar? (ef þið vitið hvaða tegund ég á við)

Hvað þarf búrið að vera stórt?

Afgreiðslumaðurinn sagði að það þyrfti að vera saltvatn í búrinu…hvernig er hægt að setja þannig í venjulegt fiskabúr?

-Gago-