Mamma mín á tvo gullfiska. Þeir eru í kúlubúri og persónulega finnst mér þeir vera mjög skemmtiegir. Annar þeirra fylgir puttanum mínum þegar ég set hann við búrið. Síðustu mánuðina hefur annar fiskanna farið að missa litinn. Hann var fallega appelsínugulur en núna er hann oriðinn að mestu hvítur. Fyrst datt mömmu það í hug að það gæti verið sandurinn hjá þeim, því í honum leyndust glerbrot. Þannig að það var skipt um sand, en ekkert breyttist og fiskurinn hélt áfram að missa litinn. Þá datt henni í hug að þetta gæti verið fæðan. Þeir höfðu fengið sama fiskamat í marga mánuði. Þá var skipt um fóður, en samt hélt fiskurinn áfram að missa litinn.

Kannast einhver við þetta vandamál? Og eru til einhver ráð við þessu?
Delos Crapos