Dauðio fiskana minna! Einu sinni átti ég 4 fiska sem hétu Gulli, Rauðhetta, Glámur og Lilliman!
Þeir dóu allir á svolítið skrítinn hátt.
Fyrst dó Lilliman. Eða sko við vorum með alltof sterka dælu og einu sinni þegar ég kom úr skólanum þá var hann horfinn (hann skaust upp úr búrinu því að ég var ekki með lok). Ég fann hann undir rúminu mínu ógeðslega harðan! Þá Rauðhettu því að ég var svo leið að hann hafði horfið (7 ára) og hún var svona rauð og hvít, fallegasti fiskurinn. Svo dó Gulli. Einu sinni þegar ég vaknaði þá var hann bara dauður! Næst dó Rauðhetta. Þegar ég kom heim úr skólanum var hún dauð. Hún lá bara á botninum og ég veit ekkert hvernig hún dó.
Glámur fituhlussa dó seinastur en hann lifði rosalega lengi. Ég held að hann var orðnn allt of feitur til að lifa þó við gáfum honum alveg réttan matarskammt.
Mig langar ótrúlega mikið í annan fisk, Litla fjólubláa sem eru rosalega fallegir. Eða þá gulu sem eru með blárri og svartri rönd og eru með svartan depil á endanum.