Minn Uppáhalds Fiskur Er ... Piranha fiskar.

Hér er fyrirlestur sem ég gerði fyrir líffræði og inniheldur þar af leiðandi hluta úr minni grein og grein Kev.

Í þessum fyrirlestri ætla ég að fjalla um piranha fiska, af hvaða ættbálkum þeir eru, hvar þeir lifa, hversu stórir þeir verða, hversu gamlir, og margt fleira.

Ég heillaðist af piranha fiskum í ferð minni um Brasilíu þar sem ég lærði að veiða þá eins og frumbyggjarnir gera á ferð niður Amason fljótið. Á þessari ferð urðum við einnig að passa okkur á að hvorki láta hönd né fót lafa út fyrir borðstokkinn svona ef við vildum halda þessum útlimum okkar.

Ekki eru til mikið af íslenskum heimildum um piranha fiska sem gerði verkefnið erfiðara en engu að síður fann ég með góðri hjálp heimildir á erlendum tungumálum sem ég notaði.

Piranha fiskar finnast á öllu Amazon svæðinu, það er að segja á svæðinu frá Perú til Brasilíu. Þetta eru litlir ferskvatnsfiskar sem gleypa allt í sig sem þeir koma nálægt. Þeir er ein af algengari fiskum í Amazon fljótinu, og eru til um 30 undirtegundir af þeim. Þeir verða ekki ýkja stórir flestir aðeins um 20 til 35 cm langir og allt að 30 ára gamlir, þó svo sumar tegundir verða eitthvað stærri.

Tennurnar í piranha fiskum eru beittar eins og rakhnífar og þeir geta tætt bráð sína í sundur á fáum mínútum. Stuttir kjálkar og skarpar tennur skera allt í sundur á örfáum sekúndum. Bráð þeirra er einkum aðrir fiskar og særð dýr þegar þeir ferðast saman í hópum. Piranha fiskar eru taldir illræmdastir af öllum fiskum fyrir árásagirni sína og eru til endalausar hryllingssögur af þeim. Þar sem vöð eru yfir árnar í Suður-Ameríku eru varðmenn til að aðvara fólk, ef hópur af piranha fiskum skyldi nálgast.

Algengasta tegundin er Pygocentrus Nattereri, eða rauðmaga piranha, sem geta orðið um 25 cm langir. Þeir eru oftast saman í hópum frá 10 einstaklingum og jafnvel langt yfir 100.



Stærsta tegundin af piranha er Serrasalmus Rhombeus, en það er einnig með grimmari tegundum, ef ekki sú grimmasta. Þeir verða um 35 cm á lengd. Þeir ganga einnig undir nafninu hvíti piranha en líkami þeirra er frá ólífugrænu að silfurgráu og með óreglulega blettum. Einnig eru þeir heldur vígalegir í útliti, með rauð augu og tilheyrandi.

Það sem skilur í sundur piranha fiska í Serrasalmus og svo í Pygocentrus stofninum er að tegundir sem falla undir Pygocentrus hópa sig saman, og veiða í hópum. Fiskar undir Serrasalmus stofninum eru alltaf einir nema þegar þeir fjölga sér, og eru ekki jafn algengir og Pygocentrus.

Það eru fleiri hlutir sem skilja þessa ættbálka að, en það eru hlutir eins og fjöldi tanna, og fjöldi beina í bakuggunum.




Pygocentrus eru oftast kallaðir flensarar á Íslandi og geta orðið um 30 sentimetrar á lengd og eru engu minni ógnvaldar í fljótum Suður-Ameríku en hákarlar og háhyrningar í höfunum.

Bráð flensaranna eru einkum aðrir fiskar en særð dýr eru þeim einnig auðveld bráð. Þeir ferðast alltaf saman í stórum torfum og þess vegna geta þeir verið hættulegir særðum og ósjálfbjarga manni. Fullyrt er að flensara torfa geti rifið í sig 40 kílóa flóðsvín á innan við einni mínútu svo ekkert sé eftir nema beinagrindin.

Piranha eru taldir alræmdir fiskar fyrir grimmd, en það orðspor er svolítið ýkt, vegna þess að þeir eru í rauninni ruslahreinsun Amazon fljótsins, en þeir éta aðallega dauð eða deyjandi dýr. Það er ekki nema á þurrkatímabilum þegar það verður minna eða ekkert um æti sem þeir verða grimmari. Þá lokast þeir af í litlum pollum þar sem þeir geta orðið svangir og ráðast á flestallt sem hreyfist. Undir venjulegum kringumstæðum ráðast fiskar ekki á hluti nema þeir finni blóðlykt, eða að hluturinn sé að valda miklum usla í vatninu með tilheyrandi gusugangi. Rétt eins og deyjandi skepnur gera.

Innfæddir hika ekki við það að synda með piranha fiskunum, þar sem þeir vita að þeim stendur engin ógn af þeim nema þeir séu með opið sár eða sprikla mikið. Oftast eru piranha fiskar meira að segja hræddir við fólk og önnur stór dýr og ráðast yfirleitt ekki á þau.

Þegar þeir ráðast á stór dýr eru þeir mjög margir í hóp, og þá eru þeir oft mjög fljótir að ráða að niðurlögum dýrsins og skilja bara eftir beinagrindina. Þetta geta þeir aðeins vegna þess hve margir þeir voru sem komu að verkinu.

Þegar Pirania fiskar eru veiddir er best að nota bambusprik (þau eru þægilega sveigjanleg til að veiða slíka fiska). Kjötbiti er settur á öngulinn og á 20 sekúnda fresti er fremsta hlutanum á bambusprikinu stungið niður í vatnið og gutla duglega í. Á þann hátt sjá fiskarnir og finna að eitthvað er að gerast. Þegar fiskur er að kroppa í agnið á að kippa fljótt og mjög snögglega prikinu upp úr vatninu því þessir fiskar geta verið mjög klókir.

Í lokin ætla ég að draga þetta aðeins saman en Piranha fiskar eru smáir kjötætufiskar sem lifa aðalega á Amazon svæðinu í Suður-Ameríku. Einkenni þeirra eru sterkir kjálkar og flugbeittar tennur. Til eru um 30 undirtegundir af þessum fisk sem verður aldrei stærri en um 35 cm. Þeir geta orðið um 30 ára gamlir og veiða oftast best saman í hópum.

Algengasta tegundin er Pygocentrus Nattereri, eða rauðmaga piranha og sú stærsta er Serrasalmus Rhombeus, en hún er með grimmari tegundum.

Piranha fiskar hræðast stærri dýr og fólk og ráðast sjaldan á þau nema að þau sprikla eða eru með opið sár. En Piranha fiskar finna blóðlykt tugi metra í burtu og ef einn bítur í bráðina þá koma hundruð aðrir og klára bitann með honum á augnabliki.

Ef maður er ekki hræðslugjarn þá eru piranha fiskar áhugaverðir sem gæludýr, það er að segja fiskar í búri. Þeir eru reglulega fallegir, en verða að fá lifandi fæðu ef þeir eiga að hafa það gott og lifa af. Ef það eru fleiri en 20 fiskar saman í búrinu , ráðast þeir á allt sem hreyfir sig í vatninu, en ef þeir eru bara fáir fela þeir sig í hornunum, þangað til þeir hafa æst hvorn annan upp til árása. Það lítur út fyrri að þeir, eins og hákarlar æsist upp og éti allt sem þeir ná í, þegar þeir sjá aðra ráðast á fiskanana í kringum sig.

Takk fyrir.
erty