Állinn líkist frekar slöngu en fiski, ef fljótt er á litið. Lífssaga álsins er sérstök. Hann vex upp og þroskast í ám, lækjum og lónum við Norður-Atlantshaf, Eystrasalt, Norðursjó, Miðjarðarhaf og Svartahaf. Hér á landi er állinn helst í heitum sjó á svæðinum frá Suðausturlandi til Breiðarfjarðar en einnig allt til Eyjarfjarðar. Seiðin, sem nefnast glerálar, ganga í árnar og eru langt að komin. Í ferska vatninu er állinn í sex til tíu ár. Þá gengur hann til sjávar og er feitur og vel á sig kominn. Hefst þá strangt ferðarlag um 5000 km suður í Þanghafið. Þar hrygnir állinn í u.þ.b. 400 m dýpi og hvergi annars staðar svo vitað sé. Á leiðinni rýrna meltingarfæri hans en kynkerfið þroskast. Álitið er að álarnir drepist að lokinni hrygningu. Seiðin berast með straumnum frá Þanghafinu á fyrrnefnd hafsvæði aftur, þroskast þar og ganga í árnar á þriðja aldursári. Állinn getur verið í stórum torfum og er hann víða veiddur í miklum mæli. Einnig eru seiðin veidd og taka fiskeldisstöðvar við þeim og ala upp til slátrunar. Langur tími leið áður en tókst að rannsaka ævi álsins. Hann hefur því orðið uppspretta þjóðsagna og getgátna. Minnstu seiðin veiddust í Þanghafinu og kom það vísindamönnum á sporið hvar hrygningarsvæðið væri að finna.

Kveðja, AlmarD