Varð að sína ykkur Ég sá þetta á netinu og bara varð að sína fólkinu á huga heimild:

www.islandsvefurinn.is/pages/alife/fish/fishpages/b lalanga

Blálanga er langur og sívalur beinfiskur sem getur orðið allt að 150 cm langur. Hún er allt í kring um Ísland og algeng í Atlantshafi sér í lagi norðan til. Blálangan er botnfiskur sem heldur sig á dýpri svæðum landgrunnsins á um 130-1500 metra dýpi en er algengust á 300-800 metrum. Hún lifir á fisktegundum eins og karfa, keilu og laxsíldum en einnig krabbadýrum og ýmsum botndýrum. Hrygningarstöðvar hennar eru utan landgrunnsbrúnar aðallega suður af Vestmannaeyjum og á Reykjaneshrygg á 600-1000 metra dýpi. Vöxtur Blálöngunar er allhraður. Fyrstu tvö árin nær hún um 30 cm lengd en þá dregur úr vaxtarhraðanum í um 5-6 cm á ári. Blálanga er talin geta orðið meira en 20 ára.