Ææ...ekki mér að kenna! Þeir sem ætla að lesa þessa grein skulu byrja á því að lesa greinina mína sem heitir “Ég á að passa gullfiska”!

Eins og þið vitið þá átti ég að passa gullfiska fyrir nokkrum vikum!

En því miður þá fór það ekkert svakalega vel! Ég fékk gullfiskana í hendurnar um morguninn þann 10. október! Þegar ég var búin að koma þeim fyrir í herberginu mínu(á skrifborðinu)þá fór ég í skólann!

Þetta var bara mjög gaman fyrstu dagana ég gaf þeim jafnmikinn skammt og þeir áttu að fá og meira að segja þreif búrið þeirra…því að fólkið hafði sagt að ég gerði þeim mikinn greiða með því að þrýfa það!…svo þegar ég var búin að passa í nokkra daga þá fækkaði allt í einu í búrinu!…ég fattaði ekki neitt fyrr en kvöldið áður en fólkið kom…þá fór ég að skoða fiskana vel(það hafði verið mikið hjá mér að gera síðustu daga og ég var ekki búin að sitja yfir fiskunum, gaf þeim bara að borða) þá sá ég að það vantaði einn fisk!…ég fékk sjokk og fór að leita að honum…gekk meira að segja það langt að ég skreið um gólfið að leita að honum…en ég fann hann ekki!…

Ég fór þá bara að sofa og þegar ég vaknaði morguninn eftir þá fór ég aftur að leita að fisknum!…þá sá ég að hann flaut á vatninu…dauður!:(
Mér brá ekkert smá…tók hann upp úr búrinu með háf og lét hann í annað box…ég held að hann hafi verið fastur í einhverju í búrinu t.d. gróðri eða í bátnum eða eitthverju öðru sem var í búrinu!

Ég fór bara í skólann um morguninn en þegar ég kom heim beið ég eftir því að fólkið kæmi…það kom um kl. 3 og ég sagði því hvað hafði gerst…það sagði mér að þessi fiskur hefði veri orðinn svo gamall að þau væru ekkert hissa á að hann væri dauður, þau litu á fiskinn og sögðu að þetta væri kjáni.
Þau sögðu til að sanna að þetta væri ekki mér að kenna að ef að ég hefði hugsað illa um fiskana þá hefðu þeir allir drepist, ekki bara einn!

Þau eru ekkert reið og ég er mjög ánægð með það!

Kveðja/Erna