Ég á að passa gullfiska! Næstu 2 vikur eru nágrannar mínir að fara til Japan í “sumarfrí”. Ég fæ að passa 5 gullfiska í risastóru búri…fiskarnir koma í fyrramálið en þau fara um hádegið á morgun! Þessir fiskar eru algjörar dúllur og eru ógeðslega stórir, feitir og flottir! Þeir eru gulllitaðir og svona appelsínugulir og heita Pjakkur, Kjáni, Fífill, Gulla og Kona!…Ég þekki þau reyndar ekki í sundur!

Fólkið sem á þá eru gömul, svona líklega 66-70!

Ég er búin að þekkja þau síðan ég var pínulítil. Vegna þess að þegar ég var lítil bjó ég í blokk og þau líka í sömu blokkinni. Svo fluttu þau þegar ég var 9 ára og svo flutti ég í fyrra hérna rétt hjá þeim!

Mig hlakkar ekkert smá til að passa þessa sætu fiska!

Kveðja/Bónusgrís