Ég var bara einn daginn að vafra eitthvað um huga og þá rakst ég á þetta áhugamál og mér datt í hug að skrifa grein um fiskana mína sem ég átti einu sinni. Ætli áhugi minn á fiskum hafi ekki kviknað þegar pabbi keypti sína fyrstu fiska. Hann var þá með fiskabúrið bara í bílskúrnum og í búrinu voru eitthvað um 20-25 fiskar. Svo bjó pabbi til eitt rosalegt fiskabúr sem ég mun aldrei gleyma, en það var 1000 lítrar og þá voru komnir margir fiskar og margar tegundir sem ég man ekki hverjar voru. Þegar pabbi bjó til þetta fiskabúr var ég svona 6-7 ára gamall og þá má segja að allur minn áhugi á fiskum hafi kviknað.

Það var svo þegar ég var 6 ára gamall þegar ég fór ásamt foreldrum mínum til Mallorca og á ströndinni var ég alltaf að reyna að veiða krabba og litla fiska en aldrei fékk ég neitt í háfinn. Svo þegar við komum heim fór pabbi með mig í Amazon á Laugarveginum og ætlaði að kaupa fyrir mig krabba :) en það voru ekki til neinir krabbar í búðinni svo hann keypti fyrir mig humar ótrúlegt en satt. Humarinn var kvenkyns og að því komst ég þegar ég var einn morguninn að gefa honum að éta þegar ég sá að í horninu í búrinu lágu 6 ungar (segi bara ungar vegna þess að það er alveg stolið úr mér hvað afkvæmi fiska heita). Þeir voru alveg pínkulitlir. Svo einn morguninn þegar ég fór að gefa humrinum mínum að éta varð ég fyrir því óhappi að gleyma að setja lokið aftur á búrið. Svo þegar ég fór í bílskúrinn nokkrum tímum seinna sá ég engann humar í búrinu heldur sá ég hann bara vera vappandi um bílskúrsgólfið. Ég var náttúrulega skíthræddur við hann og þorði ekki að taka hann upp svo ég kallaði bara í mömmu og hún kom og tók hann í fötu og setti hann í búrið á nýjan leik. En því miður hafði hann verið of lengi í engu vatni og hann þornaði upp og dó síðan. Eftir að hann dó seldi ég bara ungana í Amazon.

Ég hef ekki einungis átt humar heldur fékk ég líka tvo gullfiska. Annar þeirra var bara appelsínugulur og bara hefðbundinn gullfiskur en hinn var hvítur með appelsínugulum blettum. Ég man reyndar ekkert hvað þeir hétu en ég átti þá í svona hálft ár. Ástæðan fyrir því að ég seldi þá aftur í búðina þar sem ég keypti þá var sú að ég var bara búinn að missa áhugann á fiskum.

En já svona var fyrsta greinin mín hér á þessu áhugamáli og ég vona að þið hafið skemmt ykkur við lesturinn. Takk fyrir mig.

Kv. Geithafu