Ég vil byrja á því að taka það fram að það sem ég skrifa í greininni er bara mín skoðun.

Ok, fiskar……. ég hef aldrei átt fisk sem gæludýr en ég skil ekki hvað fólk sér við fiska. Ég hef ekkert á móti fiskum en ég skil ekki hvað er gaman að eiga fiska. Það er ekki hægt að klappa þeim, það er ekki hægt að kenna þeim að tala, það er ekki hægt að fara út að labba með þá, það er ekki hægt að leika við þá og þeir labba ekki plús það að þeir eru alltaf lokaðir í búri og ef maður tekur þá úr búrinu þá deyja þeir, kannski líta sumir á þetta sem kosti. Maður gefur þeim bara að éta og ekkert meira (nema kannski láta fiskinn elta puttann þinn). Eina ástæðan fyrir að eiga fiska er bara til að hafa þá upp á punt. En hefði einhver gefið mér gullfisk þá mundi ég ekkert harðneita því, ég mundi örugglega bara seta hann í herbergið mitt og gefa honum að borða einu sinni á dag, ekkert meira.

Ég hef ekkert á móti fólki sem á fiska eða fiskum almennt. Ég skil bara ekki hhvað fólk sér við þá fyrir utan það að þeir eru flottir á litinn eða eitthvað í þá áttina.