Hákarlinn Íslenski hákarlinn er einn af stærstu fisktegunda en talið er að hann geti náð 7 metra lengd en algengast er að hann sé mun minni eða 2-3 metrar. Hákarl getur haft mismunandi liti en oftast er hann oftast grár eða grábrúnn, og er ekki eins rennilegur og margir hraðsyndir frændur hans í suðlægum höfum því hann er hann hægsyndur og getur varla talist hættulegur. Hann lifir sennilega mest á hræ og aðra hægsynda fiska. Íslendingar hafa síðustu árhundruð haft mikil not af þessu dýri. Lengi var hann veiddur vegna lifrarinnar en úr henni var unnið lýsi til útflutnings. Í gamla daga voru stræti Kaupmannahafnar lýst upp með íslensku hákarlalýsi. Ýmis önnur not höfðu höfðu menn af hákarlinum, t.d. varskrápurinn yil margra hluta nytsamlegur jafvel er hægt að nota hann til að pússa tré. Hann getur varla verð kallaður matfiskur en vissulega borða hann margir hráann til hátíðabrigða. Hákarlinn er þó í raun eitraður, en með því að leyfa þeim efnum að brotna niður með kæsingu má gera hann hættulausan . Hákarlar gjóta lifandi ungum eins og algengt er meðal háffiska.